Íslenski boltinn

Rúmlega 1,3 milljónir hafa séð fiskifagn Stjörnumanna - Ótrúleg fjölgun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Halldór Orri er miðpunktur fagnsins ásamt Jóhanni Laxdal.
Halldór Orri er miðpunktur fagnsins ásamt Jóhanni Laxdal. Fréttablaðið/Valli
Síðdegis í gær höfðu 62.500 manns séð myndband af marki Stjörnumanna á YouTube. Laxa- eða fiskifagnið er orðið heitasta myndband vikunnar en nú rúmlega 9 hafa 1,3 milljónir manna skoðað myndbandið.

Þessi gríðarlega fjölgun er í takt við aukinn áhuga en fjölmiðlar á Íslandi sem og erlendis hafa verið duglegir að fjalla um fagnið.

Þá hafa verið skrifuð 2138 ummæli um myndbandið en mörg þeirra eru reyndar rifrildi á milli Bandaríkjamanna og annarra um hvort eigi að kalla íþróttina "football," eða "soccer".

Smelltu hér til að sjá fagnið fræga hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Jóhann Laxdal: Tilburðirnir fylgja nafninu

Jóhann Laxdal er orðin internetstjarna en fögnuður Stjörnumanna gegn Fylki um helgina hefur farið eins og eldur um sinu á netinu síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×