Innlent

Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur piltunum fimm fyrir meinta hópnauðgun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn piltanna fimm leiddur fyrir dómara í maí í fyrra.
Einn piltanna fimm leiddur fyrir dómara í maí í fyrra. Vísir/Daníel
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm piltum sem kærðir voru fyrir hópnauðgun síðastliðið vor. Þeir voru handteknir í kjölfar þess að sextán ára stúlka, sem nú er orðin átján ára, lagði fram kæru á hendur þeim fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra.

Ákæran var gefin út þann 28. maí síðastliðinn en reiknað er með því að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Piltarnir, sem eru á aldrinum 18-21 árs, voru á sínum tíma úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir hafa allir lýst yfir sakleysi sínu og sagt stúlkuna hafa veitt samþykki fyrir því að stunda með þeim samfarir.

Meðal gagn sem stúlkan lagði fram er myndband af atvikinu sem fór í dreifingu á netinu. Þá voru piltarnir allir nafngreindir á samfélagsmiðlum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsókn sinni á málinu í júní 2014 og vísaði því í kjölfarið til ríkissaksóknara þar sem það hefur verið til rannsóknar síðan.


Tengdar fréttir

Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar

Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×