Menning

Reyndi að tileinka mér það fallegasta

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV,“ segir Katrín.
"Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV,“ segir Katrín. Fréttablaðið/GVA
„Ég skoðaði brot sem ég hef fengið lánuð í gegnum tíðina frá þekktum danshöfundum og hafa veitt mér innblástur,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um dansverkið Saving History sem hún ætlar að frumsýna í Kassanum í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn klukkan 19.30.

Hún rifjar upp hvernig hún byrjaði að semja dans.

„Áður en ég fór í frístælkeppni í Tónabæ horfði ég á tónlistarmyndbönd á MTV og reyndi að læra þau spor sem mér fannst flott hjá Britney Spears, Madonnu og fleirum og í dansskólanum kynnist ég danshöfundum í listdanssögu og lærði brot úr þeirra verkum.

Íslendingar hafa ekki sama aðgengi og stórar þjóðir að danssýningum og ég horfði bara á dans á vídeóum og netinu og reyndi að tileinka mér það fallegasta sem ég sá.“

Í listsköpun er algengt að fólk fái innblástur úr verkum annarra og Saving History er heiðarleg tilraun til að stela hlutum og setja þá saman í eitt verk að sögn Katrínar.

„Saving History endurspeglar hvað hefur haft áhrif á mig á hverjum tíma.“

Þetta er ekki það eina sem Katrín ætlar að sýna á danshátíðinni. Hún er líka meðal dansara í Predator, nýju verki eftir Sögu Sigurðardóttur sem frumsýnt verður í Kassanum á miðvikudaginn.

Svo er hún nýkomin frá Póllandi þar sem hún sýndi Grímuverðlauna-danssýninguna Coming Up. Þetta er því ansi fjörugur ágúst hjá henni.

Nánari upplýsingar um danshátíðina má finna á hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×