Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 12:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00
Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43