Bíó og sjónvarp

París norðursins á toppinn á Íslandi

Helgi Björnsson leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni, hinn kostulega Veigar.
Helgi Björnsson leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni, hinn kostulega Veigar.
Kvikmyndin París norðursins, sem frumsýnd var fimmta september síðastliðinn, var aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi um síðustu helgi.

Ríflega sex þúsund manns hafa nú séð myndina síðan hún var frumsýnd fyrir tveimur vikum. Minnkaði aðsóknin lítið milli helga, sem þykir merki um það að myndin spyrst vel út.

Helgi Björnsson, Hafsteinn Gunnar, Nanna Kristín og Björn Thors á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í júlí.
Þá hefur titillag myndarinnar, í flutningi hljómsveitarinnar Prins Póló, einnig notið fádæma vinsælda og setið á toppi vinsældalista síðustu vikurnar.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir París norðursins, en með aðalhlutverkin í París norðursins fara Björn Thors, Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. 

Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið en þeir Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson eru framleiðendur myndarinnar.

Björn Thors leikur Huga, sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi. 

Hann sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann faðir hans, sem Helgi Björns leikur, boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi. 


Tengdar fréttir

Leikstjórinn sat á gólfinu

Kvikmyndin París norðursins var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en myndin er frumsýnd í dag.

Björn Thors sóttur á limmósínu

Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina.

Stærsta frumsýningin framundan

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, kvikmyndaleikstjóri, og Valgerður Rúnarsdóttir, dansari og danshöfundur, eru önnum kafið fólk. Hafsteinn frumsýndi París norðursins í gærkvöldi og Valgerður sýndi tvö frumsamin dansverk á árinu og dansar nú í því þriðja í Borgarleikhúsinu. Stærsti viðburður ársins verður þó eftir sex vikur.

Flateyringar komnir í kvikmyndaútgerð

"Flateyringar eru höfðingjar heim að sækja,“ segir Sindri Páll Kjartansson, framleiðandi myndarinnar París norðursins sem tekin var upp að mestu á Flateyri á síðasta ári.

Aðeins of óljós saga

Myndin er vel gerð að mörgu leyti en handritið er slappt og óljóst sem veldur því að lítið gerist sem snertir mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×