Bíó og sjónvarp

Báðar fylkingar House of the Dragon fá sína stiklu

Samúel Karl Ólason skrifar
S2asdg

HBO hefur birt tvær stiklur fyrir aðra þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon, sem frumsýnd verður í júní. Báðar fylkingar í borgarastyrjöldinni í Westeros fá sína stiklu.

Eins og flestir sem eru að lesa þetta ættu að vita, þá gerast House of the Dragon í söguheimi Game of Thrones, og fjalla um borgarastyrjöld innan Targaryen ættarinnar sem klífur Westeros í tvennt. Borgarastyrjöld þessi er í söguheiminum kölluð Drekadansinn.

Ættin hefur klofnað í tvennt og kallast önnur fylkingin hin svörtu og hin kallast græningjarnir, eftir litum kjóla drottninganna tveggja í alræmdum burtreiðum í sögu Westeros.

Hin svörtu eru leidd af hjónunum og frændsystkinunum Rheanyra Targaryen og Daemon Targaryen. Græningjarnir eru svo leidd af Aegon II Targaryen, Alicent og Otto Hightower auk Aemond Targaryen.

Stiklurnar tvær má sjá hér að neðan. Þar að neðan má svo sjá stikluna sem birt var í desember. Fyrsti þátturinn verður svo sýndur þann 16. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×