Enski boltinn

Pardew veðjar á Wickham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wickham reynir að blása nýju lífi í ferilinn hjá Crystal Palace.
Wickham reynir að blása nýju lífi í ferilinn hjá Crystal Palace. vísir/getty
Crystal Palace hefur fest kaup á framherjanum Connor Wickham frá Sunderland.

Talið er að Palace greiði Sunderland sjö milljónir punda fyrir Wickham sem skrifaði undir fimm ára samning við Lundúnaliðið.

Wickham, sem þótt mikið efni á sínum tíma, skoraði fimm mörk í 36 deildarleikjum fyrir Sunderland á síðasta tímabil en hann kostaði félagið átta milljónir punda þegar hann var keyptur frá Ipswich 2011.

Wickham, sem hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Englands, lék alls 91 leik fyrir Sunderland og skoraði 15 mörk.

Hann er fjórði leikmaðurinn sem Alan Pardew fær til Palace í sumar en áður voru Alex McCarthy, Patrick Bamford og Yohan Cabaye komnir.

Palace sækir Norwich heim á laugardaginn í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Cabaye snýr aftur í enska boltann

Crystal Palace sló félagsmetið þegar liðið festi kaup á franska miðjumanninum Yohan Cabaye frá Paris Saint-Germain í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×