Menning

Páll Valsson nýr ritstjóri Skírnis

BBI skrifar
Mynd/GVA
Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni nýráðnum framkvæmdastjóra Hörpunnar.

Páll hefur starfað sem ritstjóri og útgefandi um áratugaskeið og auk þess kennt við HÍ og Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Hann starfar einnig sem rithöfundur og þýðandi, hlaut meðal annars íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem hann ritaði og á síðasta ári þýddi hann bókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf.

Skírnir er elsta tímarit á Norðurlöndunum sem enn kemur út en það hóf göngu sína árið 1827. Það var fyrst fréttatímarit en hefur verið menningartímarit í víðum skilningi frá upphafi 20. aldarinnar og kemur út tvisvar á ári.

Páll verður 48. ritstjóri tímaritsins en Halldór var sá 47.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×