Enski boltinn

Pabbi Daley Blind segir Van Gaal ekki hafa átt skilið að vera rekinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Blind er landsliðsþjálfari Hollands og pabbi Daley Blind.
Danny Blind er landsliðsþjálfari Hollands og pabbi Daley Blind. vísir/getty
Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands og faðir Daley Blind, leikmanns Manchester United, er ósáttur við brottrekstur Louis van Gaal frá enska stórliðinu en hann var rekinn í gær.

Ljóst var að Van Gaal yrði rekinn frá og með föstudeginum þegar ensku blöðin kepptust við að segja að hann yrði látinn fara sama hvort hann myndi vinna enska bikarinn eða ekki.

Skömmu áður en Van Gaal var rekinn sagði Daley Blind í viðtali við fréttamenn fyrir bikarúrslitaleikinn að leikmannahópurinn vissi ekki hver staða knattspyrnustjórans væri og pabba hans finnst United hafa staðið illa að málum.

„Ég er nær þessu en flestir og ég get sagt ykkur að brottrekstur Van Gaals kom mönnum á óvart. Ég finn til með honum. Hann átti þetta ekki skilið,“ er haft eftir Blind á Goal.com.

„Ég vann með honum í mörg ár. Ég spilaði fyrir hann hjá Ajax og var fyrirliðinn hans. Svo var ég aðstoðarmaður hans á HM. Hann er frábær þjálfari.“

„Við vitum samt öll að sem knattspyrnustjóri verður þú alltaf rekinn einhvern tíma á ferlinum. Það kemur fyrir alla,“ segir Danny Blind.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Ég er mjög vonsvikinn

Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá félaginu. Yfirlýsing hans birtist inn á heimasíðu Manchester United í kvöld.

Van Gaal: Þetta er búið

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×