Innlent

Óvissustigi við Sólheimajökul aflétt

Bjarki Ármannsson skrifar
Sólheimajökull.
Sólheimajökull. Mynd/HAG
Óvissustigi við Sólheimajökul hefur nú verið aflétt. Þetta var ákveðið af embætti Ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjóran á Hvolsvelli í dag.

Óvissustigi var lýst yfir þann 3. ágúst eftir að fremsti hluti jökulsporðsins lyftist og brestir heyrðust í jöklinum. Í tilkynningu segir að sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafi kannað aðstæður og lagt til aðgerðir til þess að minnka líkur á slysum við jökulinn.

Bílastæði sem stóð nær jöklinum hefur verið lokað vegna hættu á jökulhlaupum og viðvörunarskiltum komið upp við gönguleið að jöklinum þar sem fólk er hvatt til þess að fara ekki inn neðri hluta  jökulsins. Ferðaþjónustuaðilar og aðrir sem leggja leið sína að Sólheimajökli eru hvattir til þess að fylgja merktum gönguleiðum og gæta fyllsta öryggi ef lagt er á jökulinn.


Tengdar fréttir

Óvissustig við Sólheimajökul á ný

„Ef stærri stykki brotna framan af jöklinum ryðja þau frá sér vatni og það getur valdið flóðbylgju á flatlendinu við jökullónið,“ er útskýrt í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×