Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 07:42 Agatha Rún Karlsdóttir mætti fyrir utan staðinn klukkan 19 í gærkvöldi. Vísir/Atli „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Sjá meira
„Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli
Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Sjá meira
Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13