Óljóst um allt menningarstarf í Reykjanesbæ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. maí 2016 13:13 Setning Ljósanætur er með stærri menningarviðburðum Reykjanesbæjar ár hvert. Vísir/Stöð 2 Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“ Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Svo gæti farið að niðurskurður verði á allri þjónusta í Reykjanesbæ sem ekki telst til lögbundinna skylduverkefna fari bærinn í greiðslufall eins og stefnir í. Á meðal starfsemi bæjarins sem telst ekki til skylduverkefna er leikskólastarf, tónlistarkennsla, rekstur íþróttamannvirkja og menningarviðburðir á borð við Ljósanótt. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun í dag afhenda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga formlega tilkynningu þess efnis að samningar við kröfuhafa bæjarins hafi mistekist. Fram undan blasir því við greiðslufall á skuldbindingum bæjarins sem mun að öllum líkindum leiða til þess að innanríkisráðuneytið muni skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.Aðeins lögbundin skylduverkefni tryggð„Ef til skipan fjárhaldsstjórnar kemur þá verður hennar hlutverk að tryggja þessa lögboðnu grunnþjónustu sem okkur sem sveitarfélagi ber að veita íbúum,“ útskýrir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og segir því skólastarf og heilbrigðisþjónustu ekki vera í hættu. Hann segir að ef komi til fjárhaldsstjórnar verði stofnuð nefnd hjá innanríkisráðuneytinu sem muni endurmeta alla starfsemi bæjarfélagsins og ákveða hvað sé nauðsyn og hvað ekki. Þá verði meðal annars tekið mið á hver lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga séu. „Þar verða fjölmörg atriði sem þarf að skoða. Til dæmis Ljósanótt sem kostar okkar 20 milljónir á ári, rekstur Tónlistarskóla, rekstur leikskóla, rekstur íþróttamannvirkja, fyrir utan þau sem okkur ber skylda til að standa undir vegna leikfimikennslu, og annað sem flokkast ekki undir lögbundin skylduverkefni sveitarfélaga.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, sendir í dag formlegt erindi til Eftirlitsnefndar sveitafélaga þar sem hann tilkynnir um bæjarfélagið geti ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.vísirAllt útlit fyrir að Ljósanótt verði í árKjartan Már vonast þó til að skilningur verði fyrir því að sumt geti bæjarfélag ekki verið án, þó svo að ekki sé um lögbundna grunnþjónustu að ræða. Þar leggur hann áherslu á að leikskólastarf haldi áfram því án þess muni allt atvinnulíf lamast. Undirbúningur á Ljósanótt í ár er það langt kominn að allt útlit er fyrir að hún verði haldin með einhverju sniði en Kjartan segist ekki vita hvað svo um bæjarhátíðina. „Við vitum það nú líka að það er ekki hægt að skera samfélag það mikið niður að það vilji enginn vera hérna. Ef það er ekki alvöru mannlíf þá náttúrulega flytja þeir í burtu sem geta og vilja búa við þær aðstæður.“
Tengdar fréttir Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15 Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00 Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Reykjanesbær náði ekki að semja við kröfuhafana Bæjarstjórn hefur samþykkt að tilkynna Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að samningar séu ekki í sjónmáli. 3. maí 2016 22:15
Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins Sveitarfélagið að þolmörkum komið. 20. apríl 2016 14:00
Skuldir sveitarfélaga hækka milli ára Reykjanesbær er skuldar mest á íbúa af fimm stærstu sveitarfélögum landsins. 2. maí 2016 07:00