Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2015 12:45 Ólafur Ragnar segist finna fyrir miklum stuðningi við sig meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm „Ég er kannski ekki búinn að ákveða mig,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson aðspurður að því hvort hann væri búinn að ákveða sig hvort að hann byði sig fram á nýjan leik til embættis Forseta Íslands. Hann segist þó finna fyrir því að margir vilji að hann bjóði sig fram aftur. Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á þann hluta viðtalsins þar sem Ólafur Ragnar ræðir framtíð sína í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar fara fram á næsta ári og mikið hefur verið ritað og rætt um hvort að Ólafur Ragnar muni bjóða sig fram á nýjan leik. Ólafur Ragnar sagði að ákvörðunin yrði fyrst rædd innan fjölskyldunnar en hann finni þó fyrir góðum stuðningi á meðal þjóðarinnar. „Við ræðum þetta, við Dorrit og fjölskyldan. Þetta er ekki bara spurning um mig, þetta er spurning um hana og dætur mína,“ sagði Ólafur Ragnar. „Allir þeir sem vilja að ég haldi áfram, sem eru greinilega margir og víða, ég fann það bara á landsleiknum í gær, þegar ég mæti í skóla og annarstaðar er alltaf að koma fólk að mér og segja að ég eigi að halda áfram, það sýnir mér að þetta er í hugum margra.“Tilkynnir um áform sín í nýársávarpi sínu Athygli vakti við þingsetningu þegar Ólafur Ragnar sagðist vera að setja Alþingi í síðasta sinn og túlkuðu margir það sem svo að hann væri þar með að tilkynna um að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta á nýjan leik. Ólafur Ragnar segir svo ekki hafa verið og að nýársávarpið sé hefðbundnari leið til þess að tilkynna um áform sín. „Þegar ég setti Alþingi var ég að ræða við Alþingi, ekki þjóðina. Ég hef ekki umboð til þess að setja Alþingi á nýjan leik. Forsetaembættið hefur ákveðnar hefðir og nýársávarpið er fastur punktur í samskiptum þjóðar og forseta. Þjóðin er að velta þessu fyrir sér og ég er ekkert að trufla þá umræðu þó ég bíði með það þangað til í nýársávarpinu að tilkynna mína afstöðu.“„Aldrei talið mig ómissandi“ Ólafur Ragnar sagði jafnframt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik fyrir síðustu kosningar vegna þess að á þeim tímapunkti hefði þjóðin verið að glíma við mörg erfið verkefni á sama tíma og nefndi hann í því skyni setningu nýrrar stjórnarskrár, efnahagsmál, Icesave-deilurnar og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Taldi hann að nú væru rólegri tímar í íslensku samfélagi. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að verða við óskum um að bjóða mig fram á nýjan leik síðast var að þá var þjóðin að heyja margar örlagaglímur á mörgum sviðum. Þessum glímum er að mörgu leyti lokið. Ég hef aldrei talið mig ómissandi og ef ég tek þá ákvörðun um að hætta vona ég að því verði sýndur fullur skilningur.“ Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi í morgun. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17 Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Ég er kannski ekki búinn að ákveða mig,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson aðspurður að því hvort hann væri búinn að ákveða sig hvort að hann byði sig fram á nýjan leik til embættis Forseta Íslands. Hann segist þó finna fyrir því að margir vilji að hann bjóði sig fram aftur. Ólafur Ragnar var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á þann hluta viðtalsins þar sem Ólafur Ragnar ræðir framtíð sína í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar fara fram á næsta ári og mikið hefur verið ritað og rætt um hvort að Ólafur Ragnar muni bjóða sig fram á nýjan leik. Ólafur Ragnar sagði að ákvörðunin yrði fyrst rædd innan fjölskyldunnar en hann finni þó fyrir góðum stuðningi á meðal þjóðarinnar. „Við ræðum þetta, við Dorrit og fjölskyldan. Þetta er ekki bara spurning um mig, þetta er spurning um hana og dætur mína,“ sagði Ólafur Ragnar. „Allir þeir sem vilja að ég haldi áfram, sem eru greinilega margir og víða, ég fann það bara á landsleiknum í gær, þegar ég mæti í skóla og annarstaðar er alltaf að koma fólk að mér og segja að ég eigi að halda áfram, það sýnir mér að þetta er í hugum margra.“Tilkynnir um áform sín í nýársávarpi sínu Athygli vakti við þingsetningu þegar Ólafur Ragnar sagðist vera að setja Alþingi í síðasta sinn og túlkuðu margir það sem svo að hann væri þar með að tilkynna um að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta á nýjan leik. Ólafur Ragnar segir svo ekki hafa verið og að nýársávarpið sé hefðbundnari leið til þess að tilkynna um áform sín. „Þegar ég setti Alþingi var ég að ræða við Alþingi, ekki þjóðina. Ég hef ekki umboð til þess að setja Alþingi á nýjan leik. Forsetaembættið hefur ákveðnar hefðir og nýársávarpið er fastur punktur í samskiptum þjóðar og forseta. Þjóðin er að velta þessu fyrir sér og ég er ekkert að trufla þá umræðu þó ég bíði með það þangað til í nýársávarpinu að tilkynna mína afstöðu.“„Aldrei talið mig ómissandi“ Ólafur Ragnar sagði jafnframt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram á nýjan leik fyrir síðustu kosningar vegna þess að á þeim tímapunkti hefði þjóðin verið að glíma við mörg erfið verkefni á sama tíma og nefndi hann í því skyni setningu nýrrar stjórnarskrár, efnahagsmál, Icesave-deilurnar og mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Taldi hann að nú væru rólegri tímar í íslensku samfélagi. „Ástæðan fyrir því að ég ákvað að verða við óskum um að bjóða mig fram á nýjan leik síðast var að þá var þjóðin að heyja margar örlagaglímur á mörgum sviðum. Þessum glímum er að mörgu leyti lokið. Ég hef aldrei talið mig ómissandi og ef ég tek þá ákvörðun um að hætta vona ég að því verði sýndur fullur skilningur.“ Ólafur Ragnar Grímsson var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum á Sprengisandi í morgun.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17 Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Forsetinn setur stjórnmálamönnum stólinn fyrir dyrnar Ef menn lúta ekki vilja forsetans í stjórnarskrármálinu bendir ýmislegt til þess að hann fari fram aftur. Þetta mega hæglega heita kúgunartilburðir. 9. september 2015 14:17
Guðni segir framtíð Ólafs Ragnars óráðna gátu Gefur ekki upp hvort hann muni skora aftur á forsetann. „Hann verður að taka þessa ákvörðun með sjálfum sér, þjóð sinni og fjölskyldu sinni.“ 8. september 2015 18:37
Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49