Óðinn og Malín sýknuð af kröfum fyrrverandi slökkviliðsmanns Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. desember 2014 14:54 Vísir/Valli Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, og Malín Brand fréttamaður voru í dag sýknuð fyrir héraðsdómi í meiðyrðamáli sem fyrrverandi slökkviliðsmaður höfðaði á hendur þeim. Maðurinn fór fram á miskabætur og að tiltekin ummæli yrðu dæmd ómerk. Umfjöllun RÚV sem stefnt var fyrir snérist um að maðurinn sem starfaði þá hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var í kjölfarið vikið úr starfi hjá slökkviliðinu. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart stúlku. „Það er auðvitað fagnaðarefni að fá sýknudóm í svona máli og manni sýnist að íslenskir dómstólar eru að draga einhvern lærdóm af dómum mannréttindadómstóls Evrópu í nýlegum málum gegn íslenska ríkinu,“ segir hann og vísar í mál Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur.Glaður fyrir hönd stéttarinnar „Þetta er bara lítill dómur sem staðfestir að fjölmiðlar þurfi að sinna sínum skyldum í að veita almenningi mikilvægar upplýsingar,“ segir Óðinn og bætir við: „Fréttastofan fór ekki offari í framsetningu á þessum dómi gagnvart þessum manni.“ Óðinn segir að dómurinn hafi þýðingu fyrir stétt frétta- og blaðamanna en dómurinn fellst á það að fréttastofa RÚV hafi aðeins verið að sinna hlutverki sínu. „Ég er óskaplega glaður fyrir hönd stéttarinnar og sérstaklega Malínar Brand sem skrifaði fréttina,“ segir hann. „Við nafngreindum hann ekki og fórum varlega eins og vera ber, en ég tel umfjöllunin hafi átt fullkomlega rétt á sér og að hún hafi veri hófstillt og sanngjörn,“ segir Óðinn. „Ég segi ekki að þessi dómur komi mér ekki á óvart en ég fagna honum.“Uppfært klukkan 15.42 þar sem upphaflega mátti skilja fréttina sem svo að manninum hefði verið vikið úr starfi áður en umfjöllun RÚV var birt. Tengdar fréttir Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16 „Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28 Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, og Malín Brand fréttamaður voru í dag sýknuð fyrir héraðsdómi í meiðyrðamáli sem fyrrverandi slökkviliðsmaður höfðaði á hendur þeim. Maðurinn fór fram á miskabætur og að tiltekin ummæli yrðu dæmd ómerk. Umfjöllun RÚV sem stefnt var fyrir snérist um að maðurinn sem starfaði þá hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var í kjölfarið vikið úr starfi hjá slökkviliðinu. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislega áreitni gagnvart stúlku. „Það er auðvitað fagnaðarefni að fá sýknudóm í svona máli og manni sýnist að íslenskir dómstólar eru að draga einhvern lærdóm af dómum mannréttindadómstóls Evrópu í nýlegum málum gegn íslenska ríkinu,“ segir hann og vísar í mál Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðsdóttur.Glaður fyrir hönd stéttarinnar „Þetta er bara lítill dómur sem staðfestir að fjölmiðlar þurfi að sinna sínum skyldum í að veita almenningi mikilvægar upplýsingar,“ segir Óðinn og bætir við: „Fréttastofan fór ekki offari í framsetningu á þessum dómi gagnvart þessum manni.“ Óðinn segir að dómurinn hafi þýðingu fyrir stétt frétta- og blaðamanna en dómurinn fellst á það að fréttastofa RÚV hafi aðeins verið að sinna hlutverki sínu. „Ég er óskaplega glaður fyrir hönd stéttarinnar og sérstaklega Malínar Brand sem skrifaði fréttina,“ segir hann. „Við nafngreindum hann ekki og fórum varlega eins og vera ber, en ég tel umfjöllunin hafi átt fullkomlega rétt á sér og að hún hafi veri hófstillt og sanngjörn,“ segir Óðinn. „Ég segi ekki að þessi dómur komi mér ekki á óvart en ég fagna honum.“Uppfært klukkan 15.42 þar sem upphaflega mátti skilja fréttina sem svo að manninum hefði verið vikið úr starfi áður en umfjöllun RÚV var birt.
Tengdar fréttir Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16 „Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28 Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Sjá meira
Fer fram á nafnleynd í meiðyrðamáli gegn RÚV Fyrirtaka í máli slökkviliðsmanns sem stefnt hefur Malín Brand fréttakonu og Óðni Jónssyni, þáverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði fór fram öðru sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 3. nóvember 2014 11:16
„Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Aðalmeðferð í meiðyrðamáli gegn Mallín Brand, fyrrverandi fréttakonu, og Óðni Jónssyni fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. nóvember 2014 15:28
Meiðyrðamál gegn RÚV: Rekinn vegna fréttar um tíu ára gamalt kynferðisbrot "Þessum málum telur RÚV við hæfi að blanda og tengja umbjóðanda minn við þau voðaverk. Það er ekki látið þar við sitja heldur hefur RÚV samband við vinnuveitanda mannsins og kemur því til leiðar að hann missir vinnuna.“ 11. júní 2014 17:30
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir