Erlent

Obama vill grafa síðustu leifar kalda stríðsins

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Obama og Castro á góðri stund í gær á viðureign bandaríska hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays og kúbverska landsliðsins.
Obama og Castro á góðri stund í gær á viðureign bandaríska hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays og kúbverska landsliðsins. Visir/Getty
Forseti Bandaríkjanna Barack Obama hvatti bandaríska þingmenn til þess að leggja sitt að mörkum til að afnema viðskiptabannið á Kúbu. Það gerði hann í ávarpi sínu í Grand theater í Havana á þriðjudag. Hann sagði bannið hafa verið mistök frá upphafi og að nú sé tími til kominn að sleppa af því tökunum. Í ræðu sinni hvatti hann einnig kommúnistastjórn Kúbu til þess að auka frelsi þegna sinna.

Bandaríkin settu fyrst viðskiptabann á Kúbu árið 1960, tveimur árum eftir uppreisn kommúnista þar. Þá var útflutningur vara til Kúbu að miklu leyti bannaður nema fyrir mat, lyf og aðrar munaðar vörur. Árið 1962 var ákveðið að bannið myndi ná yfir allan útflutning vara frá Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Obama að viðskiptabannið hafi kostaði þjóð sína rúmlega billjón dollara á síðustu fimmtíu árum.

Obama er fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjana til þess að heimsækja Kúbu í 88 ár. Í ræðu sinni sagði hann að einn tilgangur heimsóknar sinnar væri að „grafa síðustu leyfar kalda stríðsins“. Bandaríkjaforseti ávarpaði Kúbuforseta sérstaklega í ræðu sinni og sagði að þegnar allra landa ættu að vera frjálsir til þess að segja skoðun sína á hlutum án ótta.

Að ávarpi loknu fylgdi Obama fjölskyldan Raúl Castro á hafnarboltaleik þar sem bandaríska liðið Tampa Bay Rays keppti á móti kúbverska landsliðinu.

Fréttastofa BBC fjallar ítarlega um málið.


Tengdar fréttir

Opinskár fundur á Kúbu

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, ­forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×