Erlent

Obama sló í gegn

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama.
Barack Obama. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sló heldur betur í gegn í gær á kvöldverði með fréttariturum Hvíta hússins. Forsetinn skaut föstum skotum í allar áttir og gerði grín að öllum sem urðu á vegi hans. Meðal annars gerði hann grín að forsetaframbjóðendum bæði Demókrata og Repúblikana.

Þetta er í áttunda og í síðasta sinn sem Obama heldur ræðu á þessum árlega kvöldverði þar sem fjöldi blaðamanna, stjórnmálamanna og leikara sækja. Hann sagði árin hafa tekið sinn toll á sér og sýndi hann myndir af sér og Michelle eiginkonu sinni og sagði að hún hefði ekkert elst.

Þá tók hann fram að einhverjir væru farnir að bíða eftir því að hann hætti og nefndi fund sinn með Georg Prins. Þar sem prinsinn hafi hitt hann klæddur náttsloppi og það hefði verið kjaftshögg og greinilegt brot á reglum.

Obama endaði mál sitt á nokkuð skemmtilegan máta.

Obama gerði auðvitað grín að Donald Trump og nefndi það að reynsla frambjóðandans varðandi utanríkismál væri ekki nægjanleg. Hann hefði þó hitt þjóðarleiðtoga um allan heim og nefndi Obama til dæmis ungfrú Argentínu og fleiri fegurðardrottningar.

Donald Trump hefur mætt reglulega á þessa kvöldverði en hann mætti ekki að þessu sinni samkvæmt AP fréttaveitunni.

Þá þakkaði Obama varaforseta sínum Joe Biden fyrir þjónustu sína og þá sérstaklega fyrir að skjóta engan í andlitið. Þar gerði hann grín að því þegar Dick Cheney skaut vin sinn í veiðiferð þegar hann var varaforseti George Bush.

Samantekt AP fréttaveitunnar Ræða Obama í heild sinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×