Lífið

Silkislakur Georg Bretaprins heilsaði Obama

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Georg litli er aðeins tveggja og hálfs árs gamall.
Georg litli er aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Vísir/Getty
Georg Bretaprins, eldra barn Katrínar hertogaynju af Cambridge og Vilhjálms Bretaprins, var greinilega spenntur að hitta Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, en hinn tveggja og hálfs árs gamli prins vildi vaka frameftir í því skyni að heilsa forsetanum. Greint er frá þessu hér.

Georg hefur nú þegar hitt fjölmarga þekkta einstaklinga en þó má gera ráð fyrir því að það sé sjaldgæft að hann taki á móti þeim á heimili sínu að kvöldi til á silkináttfötunum einum klæða. Birtar voru myndir af krúttinu þar sem hann tók í höndina á Bandaríkjaforseta íklæddur hvítum sloppi og silkináttfötum.

Forsetahjónin voru í óformlegri heimsókn í Kensington-höll í kvöld til þess að borða kvöldmat með Vilhjálmi, Katrínu hertogaynju og Harry Bretaprins. Forsetahjónin snæddu einnig hádegisverð með Elísabetu Bretadrottningu í dag í tilefni af níutíu ára afmæli hennar í gær.    

Yngra barn hertogahjónanna, Karlotta prinsessa, var í fastasvefni á meðan á öllu þessu stóð.

Georg lék sér á rugguhestinum sínum áður en hann var sendur í bólið.Vísir/Getty

Prince George thanks @BarackObama for his rocking horse, given to him when he was born

A photo posted by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×