Menning

Ný sýning í Kling & Bang: Gömul sígild verk sjást í nýju ljósi og ný verk í gömlu ljósi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/aðsend
Helgi Þórsson opnar einkasýninguna Benelux verkstæðið í Kling & Bang gallerí laugardaginn 27. júní klukkan fimm.

Sýningin samanstendur af málverkum, prentum og skúlptúrum þar sem gömul sígild verk sjást í nýju ljósi og ný verk í gömlu ljósi. Hér er spurt stórra spurninga og svarað í samræmi við spurningarnar.

Nýjar upplýsingar sem koma úr skúmaskotum fram í dagsbirtuna og gamla klassíkin sýnir okkur glænýjar hliðar á sama viðfangsefni, möguleikinn á framandi geimverum á meðal okkar og margt fleira, hversdagsleikanum kastað á glæ.

Sýningin stendur til 26. júlí. Opið er í Kling & Bang fim-sun kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×