Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2015 20:30 Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45