Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2015 20:30 Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45