Innlent

Nöfn hjónanna sem fundust látin á Akranesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið.
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið. Vísir
Hjónin, sem fundust látin í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi um hádegisbilið í gær, hétu Guðmundur Valur Óskarsson og Nadezda Edda Tarasova.

Voru þau til heimilis að Tindaflöt 3 á Akranesi. Telur lögregla að Guðmundur Valur hafi skotið eiginkonu sína til bana áður en hann svipti sig lífi.

Nadezda Edda fæddist í Rússlandi árið 1961, og var 54 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur í heimalandinu. Þau Guðmundur höfðu verið gift í um áratug og áttu engin börn saman.

Guðmundur Valur var fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Einnig átti hann son sem hann missti í umferðarslysi á Akranesi árið 2008, sem þá var á nítjánda aldursári. Hafði Guðmundur glímt við langvarandi veikindi. Frá þessu er greint á vef RÚV.






Tengdar fréttir

Varð ekki vör við skothvelli

Konan sem myrt var á Akranesi aðfaranótt miðvikudags hafði starfað í Grundaskóla í um tíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×