Innlent

Náttúrupassi ræddur á vorþingi

Bjarki Ármannsson skrifar
Gjaldtaka af ferðamönnum mun ekki hefjast strax.
Gjaldtaka af ferðamönnum mun ekki hefjast strax. Mynd/GVA
Frumvarp um fyrirhugaðan náttúrupassa verður lagt fram á vorþingi, en gjaldtaka fyrir hann mun ekki hefjast strax. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Náttúrupassanum er ætlað að veita aðgang að helstu ferðamannastöðum landsins, en miðað við fjölda ferðamanna til Íslands undanfarin ár má búast við að tekjur af honum gætu numið nokkrum milljörðum króna.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að tekjur af passanum komi til með að renna í sérstakan sjóð vegna uppbyggingar, en ekki beint til ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×