Menning

Músíkin í Mývatnssveitinni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey.
„Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey. Fréttablaðið/Daníel
„Við erum þrjú á förum norður, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Aladár Rácz píanó- og orgelleikari og ég.

Við hlökkum til að flytja músík í Mývatnssveitinni. Þar fáum við líka til liðs við okkur karlaoktett sem kallar sig Garðar Hólm.

Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og frumkvöðull tónlistarhátíðarinnar Músík í Mývatnssveit sem nú er haldin í sautjánda sinn.

Á kammertónleikum í Skjólbrekku á skírdag er Fantasie Impromptu eftir Chopin á dagskrá, ásamt fiðlu- og píanósónötu eftir Beethoven.

Sesselja syngur úr Sígaunaljóðum eftir Dvorák, einnig íslensk lög og óperusmelli, meðal annars úr Carmen, sem hún flutti eftirminnilega í Íslensku óperunni í haust. Átta karla sveitin Garðar Hólm kemur líka fram þar.

„Það er allt önnur stemning í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa. Þar verður tónlist sem hæfir stund og stað, meðal annars eftir Bach, Händel og Gluck, ásamt íslenskum sálmalögum,“ segir Laufey og getur þess líka að Svava Björnsdóttir myndlistarmaður verði með sýningu á pappírsskúlptúrum í Skjólbrekku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×