Menning

Mótettukórinn sópaði að sér verðlaunum á Spáni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hörður Áskelsson organisti og stofnandi kórsins, og Inga Rós Ingólfsdóttir með verðlaunin í dag.
Hörður Áskelsson organisti og stofnandi kórsins, og Inga Rós Ingólfsdóttir með verðlaunin í dag. MYND/HALLDÓRA VIÐARSDÓTTIR
Mótettukór Hallgrímskirkju vann í dag til verðlauna á Canco Mediterrania, alþjóðlegri kórakeppni, sem fram fór í Barselóna dagana 16 til 21 september.

Alls komu um 20 kórar fram í keppninni en Mótettukórinn hlaut hið svokallaða Grand Prix keppninnar ásamt fyrstu verðlaunum í öllum þeim flokkum sem kórinn keppti í: Sacred music, Folk music og fyrir flutning á „O vos omnes" eftir Pablo Casals.

Ásamt fyrrgreindum verðlaunum hlaut kórinn bikar fyrir að vera besti kórinn í keppninni. Kórinn hefur verið á tónleikaferðalagi um Katalóníu og heldur tónleika í Girona á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×