Minna vatn í lækjum og vötnum við Heklu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2016 20:00 Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49
Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15