Mikil eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 13. ágúst 2015 19:30 Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson. Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Aukin ásókn er í að flytja erlent vinnuafl inn til landsins og segir formaður Vélstjóra og málmiðnaðarmanna Vinnumálastofnun ekki standa sig í eftirlitinu. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit með kjörum útlendra starfsmanna byggja á samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmsmiða sagði í Bítinu á Bylgjunni í morun að félaginu væri kunnugt um útlendinga sem kæmu hingað til vinnu í gegnum útlenskrar starfsmannaleigur á mun verri kjörum en íslenskir starfsmenn. Meðal annars í álverinu í Straumsvík sem þrýstir mjög á aukna verktöku. „Áður en menn fara að gefa eitthvað eftir þarf eftirlitið að komast í lag. En það er náttúrlega með Vinnumálastofnun eins og margar opinberar stofnanir á Íslandi í dag. Þetta er ekkert nema umbúðirnar. Það er ekkert innihald. Það er búið að skera niður allt fjármagn. Það er ekki starfsfólk til að sinna einu né neinu,“ sagði Guðmundur í Bítínu. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar segir eftirlit stofnunarinnar með erlendu vinnuafli og starfsmannaleigum langt í frá lamað. Hins vegar hafi ástandið á íslenskum vinnumarkaði snúist við á undanförnum misserum.En hafa komið inn á borð til ykkar dæmi þar sem verið er að reyna að borga fólki verri laun en á að gera?„Já, þau koma gjarnan. Þetta gerist með þeim hætti að fyrirtæki skrá sig ýmist eða eða senda inn umsóknir til okkar sem við berum síðan undir stéttarfélögin til að fá þeirra álit á því hvort að þau launakjör sem í boði eru séu réttmæt,“ segir Gissur. Vinnumálastofnun sé líka í samstarfi við skattayfirvöld, lögreglu og fleiri þegar kemur að veitingu atvinnuleyfa til einstaklinga og starfsmannaleiga.Þannig að það er þrýstingur á að skrá erlenda starfsmenn hingað inn til landsins? „Já, það er að koma bæði það sem kallað er útsendir starfsmenn, þ.e.a.s. starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur, og svo líka þessi hefðbundnu atvinnuleyfi,“ segir Gissur. Það sé grundvallaratriði að enginn njóti verri kjara sem íslenskir samningar geri ráð fyrir og þá sé samstarf við verkalýðshreyfinguna mikilvlægt. Ástandið nú minni á stöðuna fyrir hrun. „Óneitanlega. Það er gríðarlega mikil ásókn eftir erlendu vinnuafli og við erum farin að spyrja okkur hvort 2007 sé komið aftur. Sem við vonum svo sannarlega ekki vegna þess að það hafði nú alvarlegar afleiðingar,“ segir Gissur Pétursson.
Tengdar fréttir Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Starfsmenn í álverinu í Straumsvík hætta við boðað allsherjarverkfall eftir hótanir um lokun fyrirtækisins. 12. ágúst 2015 19:45
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25
Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun. 4. ágúst 2015 20:00