Viðskipti innlent

Meta hvaða skattsvik eigi að skoða fyrst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum voru keypt á 37 milljónir af huldumanni.
Gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum voru keypt á 37 milljónir af huldumanni. Vísir/Stefán
Búið er að yfirfara skattagögn sem embætti skattrannsóknarstjóra keypti af huldumanni á 37 milljónir króna fyrr á árinu. Gögnin eru talin benda til skattaundanskota Íslendinga í útlöndum.

Samkvæmt Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra er nú unnið að því að bera saman gögnin sem keypt voru við önnur gögn embættisins, auk þess sem unnið sé að því að afla frekari gagna.

Hún segir að nú sé verið að ákveða í hvaða mál verði fyrst ráðist í. Bryndís segir að það liggi fyrir að gögnin veki grun um undanskot.


Tengdar fréttir

Skattagögnin komin

Gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum eru komin til skattrannsóknarstjóra sem vinnur nú að því að yfirfara þau.

Skattrannsóknarstjóri legst yfir nýkeypt gögn

„Nú er verið að fara yfir gögnin og skoða hvernig lagt verður upp með næstu skref í málinu svo farsælast verði,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×