Enski boltinn

Messan: Ekki alveg í hans karakter að vera duglegur

„Hann fékk þrjú mjög góð færi og var hreyfanlegri en oft áður í þessum leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni um frumraun Mario Balotelli með Liverpool gegn Tottenham á sunnudaginn.

„Mér leið - þegar ég var að horfa á þennan leik - eins og Balotelli væri nokkuð duglegur, en samt leit það út fyrir mér eins og það væri eitthvað rangt við það. Það er ekki alveg í hans karakter að vera duglegur,“ bætti Guðmundur Benediktsson við.

Umfjöllun Hjörvars, Guðmundar og Ríkharðs Daðasonar um leik Liverpool og Tottenham má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Balotelli genginn í raðir Liverpool

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði gengið frá kaupunum á framherjanum Mario Balotelli frá AC Milan.

Sigur í fyrsta leik Balotelli

Liverpool heldur áfram góðu taki sínu á Tottenham, en þeir rauðklæddu unnu góðan 3-0 sigur á White Hart Lane í dag.

Balotelli má ekki við því að mistakast

Mino Raiola umboðsmaður Mario Balotelli sem er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool segir að ítalski framherjanum megi ekki mistakast í Bítlaborginni.

Gerrard hrósar Balotelli

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var hæstánægður með 3-0 sigur liðsins á Tottenham í dag. Sigurinn var aldrei í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×