Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2015 21:00 Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Unnt verður að aka hring um Ísland á malbiki eftir þrjú ár, ef áform Vegagerðarinnar ná fram að ganga um að endurbyggja þjóðveginn um Berufjarðarbotn. Sjálfur hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun þó vart klárast þennan áratuginn. Tveir kaflar á hringveginum eru enn ómalbikaðir, báðir á Suðausturlandi, annar í botni Berufjarðar en hinn milli Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Þar er lengsti malarkafli hringvegarins, 25 kílómetra langur, en malarkaflinn í Berufirði er 8 kílómetra langur. Í vor tókst að leysa langvarandi deilur heima í héraði um hvar vegurinn eigi að liggja um Berufjarðarbotn og hafa landeigendur nú sameinast um eina veglínu sem Djúpavogshreppur hefur fallist á. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir verkið inni á fjögurra ára samgönguáætlun og gert ráð fyrir fjármunum þegar á næsta ári. „Þanng að ég sannarlega vona það að þetta skipulagsferli, sem nú er í gangi, geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir Andrés. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að nýr vegur í Berufirði verði lagður yfir leirur innst í firðinum við Staðareyri og vonast oddvitinn til að vegagerðin hefjist á næsta ári. „Þannig að það verði hægt að fara í útboð strax á næsta ári vegna þess að þetta er algert ófremdarástand á þessum vegarkafla enda er hann mikið ekinn.“Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stytting um þrjá og hálfan kílómetra fæst með þessari nýju veglínu. Oddvitinn telur ljóst að hún verði dýrari en framlög geri ráð fyrir. Djúp leirlög séu jafnframt áskorun. „Við vonum bara að Vegagerðin ráði fram úr því og þetta verði klárað á sem skemmstum tíma og mögulega hægt er. Vegna þess að þetta er algerlega óviðunandi fyrir alla að hafa veginn með þessum hætti,“ segir Andrés. Langþráður áfangi næst þegar verkinu lýkur; unnt verður að komast hring um Ísland á samfelldu malbiki, - þó með því að fara út af hringveginum á kafla og þræða austfirsku firðina. Það eru hins vegar engar fjárveitingar fyrirsjáanlegar til að ljúka uppbyggingu hins eiginlega hringvegar, þjóðvegar númer 1 um Breiðdalsheiði. Í tillögu að samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vor, er aðeins gert ráð fyrir fjármunum í Berufjarðarbotn og efsta hluta Skriðdals til ársins 2019 en engu í hringveginn um Breiðdalsheiði. Tengdar fréttir Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Unnt verður að aka hring um Ísland á malbiki eftir þrjú ár, ef áform Vegagerðarinnar ná fram að ganga um að endurbyggja þjóðveginn um Berufjarðarbotn. Sjálfur hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun þó vart klárast þennan áratuginn. Tveir kaflar á hringveginum eru enn ómalbikaðir, báðir á Suðausturlandi, annar í botni Berufjarðar en hinn milli Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Þar er lengsti malarkafli hringvegarins, 25 kílómetra langur, en malarkaflinn í Berufirði er 8 kílómetra langur. Í vor tókst að leysa langvarandi deilur heima í héraði um hvar vegurinn eigi að liggja um Berufjarðarbotn og hafa landeigendur nú sameinast um eina veglínu sem Djúpavogshreppur hefur fallist á. Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, segir verkið inni á fjögurra ára samgönguáætlun og gert ráð fyrir fjármunum þegar á næsta ári. „Þanng að ég sannarlega vona það að þetta skipulagsferli, sem nú er í gangi, geti gengið hnökralaust fyrir sig,“ segir Andrés. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að nýr vegur í Berufirði verði lagður yfir leirur innst í firðinum við Staðareyri og vonast oddvitinn til að vegagerðin hefjist á næsta ári. „Þannig að það verði hægt að fara í útboð strax á næsta ári vegna þess að þetta er algert ófremdarástand á þessum vegarkafla enda er hann mikið ekinn.“Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Stytting um þrjá og hálfan kílómetra fæst með þessari nýju veglínu. Oddvitinn telur ljóst að hún verði dýrari en framlög geri ráð fyrir. Djúp leirlög séu jafnframt áskorun. „Við vonum bara að Vegagerðin ráði fram úr því og þetta verði klárað á sem skemmstum tíma og mögulega hægt er. Vegna þess að þetta er algerlega óviðunandi fyrir alla að hafa veginn með þessum hætti,“ segir Andrés. Langþráður áfangi næst þegar verkinu lýkur; unnt verður að komast hring um Ísland á samfelldu malbiki, - þó með því að fara út af hringveginum á kafla og þræða austfirsku firðina. Það eru hins vegar engar fjárveitingar fyrirsjáanlegar til að ljúka uppbyggingu hins eiginlega hringvegar, þjóðvegar númer 1 um Breiðdalsheiði. Í tillögu að samgönguáætlun, sem innanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi í vor, er aðeins gert ráð fyrir fjármunum í Berufjarðarbotn og efsta hluta Skriðdals til ársins 2019 en engu í hringveginn um Breiðdalsheiði.
Tengdar fréttir Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37 Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. 8. september 2015 12:37
Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt nýrri samgönguáætlun. 27. maí 2015 20:20
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01
Vegagerðin býður út Dettifossveg Malbik verður komið langleiðina milli Ásbyrgis og Hljóðakletta um mitt næsta ár. 18. júní 2015 13:11