Innlent

Lúpínan þekur að lágmarki 314 ferkílómetra

Svavar Hávarðsson skrifar
Lúpína þekur orðið 300 til 400 ferkílómetra lands.
Lúpína þekur orðið 300 til 400 ferkílómetra lands. vísir/gva
Kortlagning Náttúrufræðistofnunar Íslands á útbreiðslu og flatarmáli alaskalúpínu sýnir að heildarflatarmál hennar árið 2016 er að lágmarki 314 ferkílómetrar.

Mest er lúpína á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Norðausturlandi. Alaskalúpína er skilgreind sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi.

Langmest er hún á Suðurlandi og Norðausturlandi en í þeim landshlutum hefur hún mest dreift sér. Á Suðvesturlandi, einkum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ, er einnig mikil lúpína.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík

Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár.

Ganga um og eyða lúpínu á Reykjanesi

Sjálfboðaliðasamtök ætla í sumar í tvær ferðir á Reykjanesið til að eyða lúpínu. Einnig mun Hafnarfjarðarbær hjálpa til með því að bjóða starfsfólk Vinnuskólans í verkefnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×