Innlent

Lögreglustjóri dragi tilmæli sín til baka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvennréttindafélag Íslands.
Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvennréttindafélag Íslands. VÍSÍR/Bjarni Gríms
Kvenréttindafélag Íslands vill að Páley Borgþórssdóttir, lögreglustjóri í Vestmanna-eyjum, dragi til baka umdeild tilmæli um að ekki skuli greina frá kynferðisbrotamálum sem komi upp á Þjóðhátið í Vestmanna-eyjum nú um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Kvenréttindafélagið lýsir furðu á að valin sé sú leið til úrbóta á meðferðum ofbeldismála á Þjóðhátíð að þagga niður möguleg ofbeldismál, og það mitt í þeirri afþöggunarbyltingu sem á sér stað á Íslandi núna.“

„Mikilvægt er að halda trúnaði við þolendur og styðja þá í kjölfar kynferðisbrots, m.a. með því að tryggja að umfjöllun um brotið sé fagleg. Félagið bendir á að farsælla hefði verið að fara gætilega yfir verkferla upplýsingagjafar lögreglunnar til fjölmiðla og skýra betur hvaða upplýsingar megi fara frá embættinu og hverjar ekki“

Í tilkynningunni kemur fram að það sé mat Kvenréttindafélags Íslands að ekki sé nauðsynlegt að stöðva alla upplýsingagjöf til fjölmiðla um kynferðisbrot sé markmiðið að vernda þolendur.

„Til að mynda er mikilvægt að segja að kynferðisbrot hafi átt sér stað, en gæta þess að aldri, kyni og uppruna þolenda og öðrum viðkvæmum upplýsingum sé haldið frá fjölmiðlum. Með þeim hætti er hægt að verjast því að þolandi upplifi umfjöllun um brotið sem umfjöllun um hann persónulega.“


Tengdar fréttir

Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot

Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum.

Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.

Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir það að kynferðisbrotamál fari í fjölmiðla eigi ekkert skylt við það hvernig tekið er á þeim innan kerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×