Viðskipti innlent

Loftið þarf að skipta um nafn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Loftið í Austurstræti.
Loftið í Austurstræti. Vísir/Anton
Skemmtistaðurinn Loftið í Austurstræti þarf að finna sér nýtt nafn. Í úrskurði Neytendastofu kemur fram að fyrirtækið Boltabarinn ehf., sem rekur Loftið, hafi brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með heiti barsins.

Neytendastofu barst kvörtun frá Farfuglar ses í september 2013 en Farfuglar reka farfuglaheimilið og barinn Loft Bar í Bankastræti. Bent var á að fyrirtækið ætti einkaleyfi á vörumerkjunum Loft og Loftbarinn. Í daglegu tali gangi farfuglaheimilið hins vegar undir nafninu Loftið.

Þegar frést hafi af fyrirhugaðri opnun Loftsins í Austurstræti hafi verið haft samband við eiganda staðarins og hann varaður við notkun nafnsins. Sá hafi gefið lítið fyrir andmælin og viljað meina að „Loftið“ væri annað en „Loft“.

Loft í Bankastræti.Vísir/Anton
Nafnið veldur ruglingshættu

Í úrskurði Neytendastofu segir að ljóst sé að aðilar starfi á sama markaðssvæði enda báðir áfengisveitingastaðir auk þes að aðeins 300 metrar eru á milli staðanna. Þá sé mikil hljóðlíking með heitum staðanna þótt ákveðinn greinir skilji þar að. Greinirinn geti ekki verið úrslitaákvæði til aðgreiningar heitanna.

Telur Neytendastofa að notkun Boltabarsins á heitinu Loft eða Loftið, þar með talið á léninu loftidbar.is, sé til þess fallin að valda ruglingshættu.

Loftið í Austurstræti er nokkuð vinsæll staður í næturlífi borgarbúa. Þangað sækir allajafna fólk yfir þrítugu en krafist er snyrtilegs klæðaburðar af gestum. Þá hefur staðurinn komist í fréttirnar til dæmis vegna ósáttra gesta sem þurftu að yfirgefa borð sitt vegna frægari gestaog í ótengt skipti þar sem gestur var með húðflúr á handleggjum.

Danfríður Árnadóttir, eigandi Loftsins, ræddi við Reykjavík síðdegis á sínum tíma í tilefni af uppákomunni með Gordon Ramsay. Hægt er að hlusta á upptökuna í spilaranum hér að neðan.








Tengdar fréttir

Deila um Loft í 101

"Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu "Loft“ innan veitingageirans.

Hent út af Loftinu því hún er með húðflúr

Fordómar gegn húðflúri virðast við lýði á Íslandi Berglind Jóhannesdóttir fékk að fjúka af veitingastað vegna þess að hún er með tattú á handleggjunum.

Liðinu á Loftinu leiddist ekki

Loftið lounge bar hélt haustfögnuð föstudaginn 13. september og fagnaði tilkomu nýs eldhúss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×