Bíó og sjónvarp

Leikstjórinn sat á gólfinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hafsteinn Gunnar ásamt Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem fer með eina kvenhlutverkið í myndinni.
Hafsteinn Gunnar ásamt Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem fer með eina kvenhlutverkið í myndinni. vísir/valli
Íslenska bíómyndin París norðursins var forsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en myndin var heimsfrusmýnd á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi í sumar.

Stóri salur Háskólabíós var troðfullur af gestum og þurfti að bæta við nokkrum tugum stóla svo allir kæmust að. Leikstjóri myndarinnar, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, þurfti meira að segja að sitja á gólfinu.

Björn Thors fer með aðalhlutverkið í myndinni en hér er hann ásamt sinni heittelskuðu, Unni Ösp Stefánsdóttur, og syni þeirra, Degi.
Hafsteinn hélt ræðu áður en myndin var sýnd og minntist á að hann sæi engan ráðherra eða alþingismann í salnum og skaut allhressilega á ríkisstjórnina.

„Það voru ákveðin mistök gerð. Þau voru ný í embætti og vissu ekki hvað þau voru að gera. Getum kallað þetta byrjendamistök,“ sagði Hafsteinn og vísaði í skert framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar.

Leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson lét sig ekki vanta.
Myndin var að mestu tekin upp á Flateyri og þakkar Sindri Kjartansson, framleiðandi myndarinnar, bæjarbúum fyrir liðlegheitin. Hann segir jafnframt að betra sé að beita öðrum leiðum en að taka upp símann þegar á að redda hinu og þessu.

„Það er betra að fara í bíltúr, þá hittir maður menn þannig að þetta reddast allt á rúntinum,“ segir hann. 

Guðmundur Jörundsson og Benni Hemm Hemm voru flottir í tauinu.
Stórleikarinn Helgi Björnsson sat við hliðina á hundinum Flóka sem klæddi sig upp á fyrir tilefnið enda fer hann með veigamikið hlutverk í myndinni.
Bræðurnir Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir skemmtu sér konunglega á myndinni.
Ármann Reynisson, Sindri Kjartansson og Þórir Sigurjónsson.
Hér er hluti hópsins sem gerði París norðursins að veruleika.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri brosti sínu blíðasta.

Tengdar fréttir

Ný stikla úr París norðursins

Í stiklunni hljóðar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er við það að slá í gegn.

París norðursins slær í gegn

Kvikmyndin París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson fær mjög góða dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagður í hópi bestu leikstjóra Evrópu.

Björn Thors sóttur á limmósínu

Vel var gert við aðalleikarann þegar öllum Flateyringum var boðið á París norðursins í Ísafjarðarbíói um helgina.

París Norðursins sigurstrangleg í Tékklandi

Kvikmyndin París Norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fékk frábærar viðtökur á heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíð í Tékklandi í gær.

Aðeins of óljós saga

Myndin er vel gerð að mörgu leyti en handritið er slappt og óljóst sem veldur því að lítið gerist sem snertir mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×