Menning

Leiklist á Heimilislegum sunnudegi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Heimilislegir sunnudagar á Kex eru fyrir fjölskyldufólk.
Heimilislegir sunnudagar á Kex eru fyrir fjölskyldufólk.
Agnar Jón Egilsson og María Heba Þorkelsdóttir sjá um leiklist á næsta Heimilislega sunnudegi á Kex.

Þau skemmta gestum staðarins endurgjaldslaust. Kex býður upp á Heimilislega sunnudaga, sem hefjast klukkan 13. Meðal dagskráliða eru bakstur, samsöngur, krakkajóga, upplestur, tónlistaratriði, leiklist og myndlist.

Í tilkynningu frá Kex, um næsta sunnudag, segir:

Umsjónarmenn eru Agnar Jón Egilsson leikstjóri og stofnandi Leynileikhússins og María Heba Þorkelsdóttir leikkona og leiklistarkennari.



María Heba Þorkelsdóttir útskrifaðist frá Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur síðan leikið jöfnum höndum í sjónvarpi, kvikmyndum og á leiksviði.

Fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Okkar eigin Osló hlaut hún Edduverðlaun árið 2012.

María Heba er leiklistarkennari að mennt og fæst við kennslu í leiklist samhliða því að starfa sem leikkona.

Agnar Jón Egilsson, leikstjóri, leikskáld og leikari, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998. Agnar er með framhaldsgráðu í leiklist frá The Arts Educational Schools í Lundúnum.

Hann hefur unnið á annan tug leiksýninga með framhaldsskólum og áhugaleikfélögum og oftar en ekki skrifað verkin sjálfur eða unnið leikgerðir.

Agnar hefur haldið námskeið vítt og breytt um Ísland og Skandinavíu fyrir alla aldurshópa.

Agnar Jón Egilsson er eigandi Leynileikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×