Laun þeirra ríku hækka hraðar Sveinn Arnarson skrifar 10. október 2016 07:00 Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ríkasta tíund landsmanna á jafnmikið og um tveir þriðju hlutar landsmanna til samans. Eignir þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá árinu 2013 á meðan eignir annarra tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað um 13 prósent. Að auki fór helmingur allra greiddra launa í fyrra til tveggja efstu tekjuhópanna. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands sem Fréttablaðið hefur tekið saman.Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna.VísirHagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru rúmlega 20 þúsund manns í hverjum tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í hverjum hópi um 19.000 manns. Er skoðaðar eru breytingar á launum Íslendinga frá árinu 2013 kemur fram að heildarárstekjur landsmanna hafa hækkað um 200 milljarða króna. Einnig eru fleiri á vinnumarkaði núna samanborið við tölurnar frá 2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá fimmtungur sem hefur hæstu launin, var með samanlagt um 714 milljarða króna í laun í fyrra. Er þetta 51 prósent greiddra launa landsmanna á árinu.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar.Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að peningum sé ekki nægilega skipt á milli þjóðfélagshópa. „Við sem töluðum fyrir því í vor að meira væri til skiptanna í kjarasamningum við SA vorum úthrópaðir sem einhverjir vitleysingar og við værum að stefna öllu í bál og brand,“ segir Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar til þess að við höfum haft rétt fyrir okkur. Misskiptingin hér á landi er mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“ Af þeim 200 milljörðum króna, sem greiddar voru í laun í fyrra umfram það sem var árið 2013, fara um 137 milljarðar, rúmlega tvær af hverjum þremur krónum, til efstu tveggja tíundanna, það er til þeirra 40 þúsund einstaklinga sem hæstar hafa tekjurnar og mestar eiga eignirnar í þessu landi. Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjurnar, fá greidda tíund allra launa í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga að í neðstu tekjuhópunum eru einstaklingar sem eru í hlutastörfum, ungir námsmenn og fleiri.Svandís Svavarsdóttir.vísir/daníelSvandís Svavarsdóttir, þingkona VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í þessu landi þar sem misskiptingin sé mikil. „Við sjáum það í þessum tölum að stór hluti tekjuaukans færist á þá hæst launuðu í þessu landi. Það segir okkur að það er ekki rétt gefið og við ættum að staldra við,“ segir hún. „Alls staðar í hinum vestræna heimi er umræða um hið ríkasta eina prósent og að þeir einstaklingar þurfi að leggja meira af mörkum. Landsmenn hafa tvo valkosti í kosningunum eftir þrjár vikur. Annars vegar áframhaldandi misskiptingu í boði Bjarna Benediktssonar eða réttláta og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís. Hafa ber í huga að fjölmargir í lægstu hópunum eru námsmenn á námslánum og nemar sem búa enn hjá foreldrum, sem gæti skekkt töluvert laun neðstu hópanna. Því gefa tekjur þeirra ekki glögga mynd af fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins vegar sýnir þetta dreifingu allra á vinnumarkaði og því gefa tölurnar raunsanna mynd af honum í heild og tekjudreifingu allra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tekjur Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51