Erlent

Kynjajafnrétti ekki náð fyrr en árið 2133

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslendingar hafa margoft krafist þess að launamunur kynjanna verði leiðréttur.
Íslendingar hafa margoft krafist þess að launamunur kynjanna verði leiðréttur. Vísir/Heiða
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, segir í nýrri skýrslu sinni um jafnrétti kynjanna í heiminum að það muni taka 118 ár til þess að jafna launamun kynjanna.

Hægt hefur á þróuninni í átt að jafnrétti en í skýrslu sinni fyrir síðasta ár reiknaði ráðið með að launamun kynjanna yrð útrýmt árið 2095.

Í skýrslunni kemur fram að haldi þróunin í átt að jafnrétti kynjanna áfram með sama hraða náist jafnrétti kynjanna hinsvegar ekki fyrr árið 2133. Einnig kemur fram að meðallaun kvenna í dag séu á við það sem karlar unnu sér inn árið 2006. Að meðaltali vinna konur sér inn 1,5 milljón króna á ári samanborið við 2,7 milljónir hjá karlmönnum.

Árið 2006 var jafnrétti kynjanna talið vera 56 prósent en var það komið upp í 60 prósent fyrir árið 2014. Samkvæmt nýju skýrslunni hefur jafnrétti kynjanna lækkað um eitt prósent og telst það nú vera 59 prósent.

Í skýrslu ráðsins er horft er til efnahagslegra þátta, heilsu, menntunar og stjórnmálaþátttöku karla og kvenna. Enn á ný tróna Norðurlöndin á toppi listans yfir jafnrétti kynjanna. Sjöunda árið í röð er Ísland í efsta sæti en Noregur, Finland og Svíþjóð raða sér í næstu sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×