Innlent

Kynjajafnrétti náð árið 2095

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá kvennafrídeginum 2005.
Frá kvennafrídeginum 2005. Vísir/Heiða
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, segir í nýrri skýrslu sinni um jafnrétti kynjanna í heiminum að því verði náð eftir 81 ár. Þá fyrst munu konur vera jafnar körlum ef þróunin í átt jafnrétti verður á sama hraða og síðustu ár.

Alþjóðaefnahagsráðið hefur mælt jafnrétti kynjanna á heimsvísu síðan árið 2006. Árið 2006 var jafnrétti kynjanna 56% og hefur aukist um 4% síðan þá og er nú 60%. Ráðið reiknaði út að ef að þróunin verður hvorki hraðari né hægari þá verði jafnrétti náð árið 2095.

Í skýrslu ráðsins er horft er til efnahagslegra þátta, heilsu, menntunar og stjórnmálaþátttöku karla og kvenna. Ekki miðar í jafnréttisátt hvað þessa þætti varðar í öllum löndum. Staðan er einna verst hvað varðar stjórnmálaþátttöku; hin almenna kona á 25% möguleika á við hin almenna karl að taka þátt í stjórnmálum.


Tengdar fréttir

Mesta jafnréttið á Íslandi sjötta árið í röð

Ísland er enn sem fyrr efst á lista yfir þjóðir heimsins þegar mið er tekið af jafnrétti kynjanna. Það er Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, sem tekur listann saman árlega þar sem hundrað fjörutíu og tveimur ríkjum heims er raðað eftir stöðu jafnréttismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×