Fótbolti

Kveðjustund Lars og fjölskyldu selfie fyrirliðans | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/vilhelm
Ævintýri strákanna okkar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta lauk á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, í gærkvöldi þegar þeir töpuðu, 5-2, fyrir gestgjöfunum í átta liða úrslitum mótsins.

Íslenska liðið vann hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærri spilamennsku en fram að leiknum í gær var það ekki búið að tapa leik og auðvitað senda Englendinga heim eins og allir vita.

Leikurinn í gær var sá síðasti hjá Lars Lagerbäck með íslenska liðið en hann hefur þjálfað liðið síðan 2011. Heimir Hallgrímsson tekur nú einn við strákunum og stýrir þeim í undankeppni HM 2018 sem hefst í ágúst.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá gærkvöldinu sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók á Stade de France. Þar má sjá Lars kveðja íslensku þjóðina, fyrirliðann Aron Einar hlaða í selfie með fjölskyldunni og strákana agndofa yfir stuðningnum úr stúkunni.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skellti í selfie með unnustu sinni Kristbjörgu og Óliver litla.vísir/vilhelm
Íslenskir stuðningsmenn voru svolítið hissa yfir lokatölunum.vísir/vilhelm
En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf.vísir/vilhelm
Leikmennirnir horfðu á bláa hafið og þökkuðu fyrir sig.vísir/vilhelm
Þetta var kveðjustund hjá Lars. Nú tekur Heimir Hallgrímsson einn við liðinu.vísir/vilhelm
Strákarnir voru í sárum inn á vellinum.vísir/vilhelm
Frakkar fagna marki.vísir/vilhelm
Hannes er á undan Antoine Griezman í boltann.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Eiður: Ég er bara mannlegur

Eiður Smári Guðjohnsen lofar stuðningsmenn íslenska liðsins í hástert en hann fékk aftur höfðinglegar móttökur þegar hann kom inn á.

Sögulok á Stade de France

Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×