Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 11:02 Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“ Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00