Krefjast íbúakosningar um kísilmálverksmiðju Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2015 15:22 Afstöðumynd af svæðinu. Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis. Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hópur íbúa í Reykjanesbæ sem berst gegn frekari stóriðju í Helguvík mun ásamt hestamannafélaginu Mána efna til kröfugöngu næstkomandi þriðjudag í þeim tilgangi að skora á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að efna til íbúakosningar um kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íbúum í Reykjanesbæ. Þar segir að mikil umræða hafi verið í bæjarfélaginu undanfarið vegna þeirrar stóriðjuuppbyggingar sem fyrirhuguð sé í Helguvík en nýlega skilaði Skipulagsstofnun áliti sínu á umhverfismati vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil. Þá hefur Silcon United aflað sér nauðsynlegra leyfa til byggingar kísilmálmverksmiðju á næstu lóð. Þessui til viðbótar hóf Norðurál framkvæmdir við byggingu álvers fyrir fáum árum en þær framkvæmdir hafa legið niðri um tíma.Hestafólk uggandi „Áhyggjur bæjarbúa snúa fyrst og fremst að nálægð þessara stóriðjuverksmiðja við íbúahverfi bæjarins með tilliti til hugsanlegrar mengunar en aðeins er um 1,5km frá þeim að nyrstu og vestustu hverfunum. Þá er hestafólk mjög uggandi en hesthúsahverfið á Mánagrund og beitarland þess lendir allt innan þynningarsvæðisins þar sem mengun má fara yfir viðmiðunarmörk,“ segir í tilkynningunni. Haldnir hafa verið tveir íbúafundir nýlega vegna málsins. Þá hefur hópur íbúa haldið úti Facebook-síðu undir heitinu Helguvík: Vilt þú njóta vafans?. Hópurinn telur mikinn vafa leika á útreikningum í umhverfismati um loftdreifingu og mengun og vill að heilsa íbúa og velferð dýra fái að njóta vafans.Aldrei náist sátt án kosninga Hópurinn telur að aldrei muni nást sátt meðal íbúa Reykjanesbæjar um þetta stóra mál öðruvísi en með íbúakosningu. Einungis þannig muni fást lýðræðisleg niðurstaða, hver sem hún verði . Telur hópurinn að nú reyni á framkvæmd þess sem talað var um fyrir kosningar um lýðræðisleg vinnubrögð og meira samráð við íbúana. Gangan hefst kl. 17:30, þriðjudaginn 12. maí við smábátahöfnina í Grófinni. Þaðan munu hestar og fólk ganga upp Hafnargötuna, inn að ráðhúsinu við Tjarnargötu, þar sem hópurinn mun afhenda oddvitum bæjarstjórnar formlega áskorun þessa efnis.
Tengdar fréttir Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12 „Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55 Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00 Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Loftgæði við Helguvík myndu rýrna Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. 7. apríl 2015 13:12
„Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. 23. mars 2015 16:55
Reykjanesbæ stefnt vegna Helguvíkur AGC ehf. hefur stefnt Reykjanesbæ vegna samninga bæjarins við Thorsil ehf. um lóð í Helguvík. Áður hafði AGC fengið vilyrði fyrir sömu lóð. Umhverfismat er byggt á staðsetningu verksmiðju þess á lóðinni. Bærinn hafnar málatilbúnaðinum. 24. apríl 2015 07:00
Óvissa um rekstrahæfi Reykjaneshafnar Reykjaneshöfn hefur lagst í miklar fjárfestingar vegna stóriðju við Helguvík sem ekki er hafin. 26. mars 2015 12:53
Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19