Innlent

Könnunarflug yfir Grímsvötn: Engin merki um gos

Vél Landhelgisgæslunnar.
Vél Landhelgisgæslunnar.

Eldgos virðist ekki hafið í Grímsvötnum en hugsanlegt var talið að lítið eldgos hafi hafist á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn flugu í vél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar væri á seyði.

Á milli klukkan tvö og þrjú í nótt tóku vísindamenn eftir breytingum í Grímsvötnum þegar mælar fóru skyndilega að sýna meiri óróa.

Að sögn Páls Einarssonar prófessors hefur þessi órói verið nokkuð stöðugur síðan og stendur enn yfir.

Vélin er nú snúin til baka og sáust engin merki um gos.






Tengdar fréttir

Gos gæti verið hafið

Hugsanlegt er að lítið eldgos sé þegar hafið í Grímsvötnum og það hafi byrjað á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn eru nú á leið í flugvél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar er á seyði. Það var milli klukkan



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×