Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2016 14:45 Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson mynd/aðsend Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. Að sögn Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, formanns rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ, mun andvirði sölunnar fara til listasafnsins sjálfs svo reka megi það áfram með kröftugum hætti á nýjum forsendum. Líklegt að rætt verði við nýja eigendur um sýningar úr safni ASÍ Þegar Ásmundarsalur var auglýstur til sölu lýsti Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki nýtt undir lista-og menningarstarfsemi, líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á. Ef marka má tilkynningu um kaupin sem send var fjölmiðlum í dag þurfa myndlistarmenn hins vegar ekki að hafa áhyggjur af slíku þar sem nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda list-og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa segir að rekstrarstjórn Listasafn ASÍ hafi ekki rætt við nýja eigendur um mögulegar sýningar en segir að líklegt sé að slíkt samtal fari fram á næstunni. Hins vegar hafi tveir aðrir aðilar haft samband með það að huga að setja upp sýningar úr safnaeigninni. Fékk að kaupa í Símanum og Högum fyrir útboð Sigurbjörn og Aðalheiður eru eins og áður segir fjárfestar. Sigurbjörn hefur meðal annars verið viðskiptafélagi þeirra Hallbjörns Karlssonar og Árna Haukssonar en þremenningarnir voru til að mynda á meðal þeirra sem fengu að kaupa hluti í Símanum og Högum fyrir útboð. Þá eiga hjónin 60 prósent hlut í verðbréfamiðluninni Fossar markaðir hf. í gegnum félag sitt Fossar Finance ehf. en meðeigendur þeirra í fyrirtækinu eru Haraldur Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. Í umfjöllun um Fossa markaði í Viðskiptablaðinu í fyrra kom fram að Sigurbjörn hefði unnið lengi hjá Lehman Brothers, síðar Nomura bankanum og að því loknu hjá Barclays Capital.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23