Kennarar íhuga uppsagnir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2016 18:45 Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Grunnskólakennurum er nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna og íhuga uppsagnir. Þeir segja hækkun á launum þingmanna svipaða og útborguð laun kennara með tíu ára reynslu. Frá því í vor hafa kennarar tvisvar sinnum fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa því verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem þeim hafa verið boðnar. Mikil reiði er í þeirra hópi eftir að greint var frá ákvörðun kjararáðs um að hækka laun ráðamanna en laun þingmanna hækka um tæplega 340 þúsund krónur á mánuði. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla, segir kennara með tíu ára starfsreynslu í fullu starfi fá útborgað 300 til 350 þúsund krónur á mánuði. „Þetta er bara svo glórulaust. Það skilur þetta enginn. Fólk er bara hálf miður sín og rosalega reitt,“ segir Valgerður. Grunnskólakennarar í skólum um allt land hafa sent frá sér ályktanir í dag og í gær vegna ákvörðunar kjararáðs. Í þeim gagnrýna þeir að lítill vilji sé til að hækka laun þeirra á sama tíma og ráðamenn fá miklar launahækkanir. Þeir íhuga því uppsagnir. „Ég get lofað því að ég muni segja starfi mínu lausu ef ég sé ekki fram á framtíð í þessu starfi,“ segir Gunnar Þór Andrésson.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00 Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00 Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Laun alþingismanna há í alþjóðlegu samhengi Grunnlaun þingmanna hér á landi, samanborið við meðallaun í landinu, eru hærri en meðaltal Evrópusambandsins og á öðrum Norðurlöndum. Hlutfallið er svipað og í Þýskalandi og Bretlandi, en lægra en í Eystrasaltslöndunum. 3. nóvember 2016 07:00
Slá varnagla við inngripi í nýja launahækkun sína Talsmenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi eru ekki allir afdráttarlausir varðandi þá spurningu hvort þingið eigi að hnekkja ákvörðun kjararáðs um mikla launahækkun þingmanna og ráðherra. Það verði ekki gert nema samhliða breytingu á fyrirkomulaginu við ákvörðun launanna. 3. nóvember 2016 07:00
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
Kennarar í Reykjanesbæ boða hópuppsagnir: Ákvörðun kjararáðs kornið sem fyllti mælinn Kennarar í Akurskóla í Reykjanesbæ segja að lítið sé gert úr störfum þeirra. Ástand í launamálum kennara er að þeirra mati ólíðandi. 3. nóvember 2016 12:56