Innlent

Katrín vill setja þak á leiguverð

Snærós Sindradóttir skrifar
Þó að þak á leiguverð hafi ekki verið reynt hér áður þekkist slík framkvæmd í nágrannaborgum.
Þó að þak á leiguverð hafi ekki verið reynt hér áður þekkist slík framkvæmd í nágrannaborgum. Fréttablaðið/ERNIR
„Ég held að ástandið núna sé óviðunandi fyrir þriðjung íslenskra heimila,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast við vanda á leigumarkaði.

Katrín skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að setja eigi þak á leiguverð hér á landi. Leiga megi ekki fara yfir hámark stjórnvalda.

„Þetta hefur verið gert þannig að raunhæft getur það alveg verið. Í ljósi þess að við erum með fjöldann allan af fordæmum,“ segir Katrín.

Fyrirkomulagið segir hún að þekkist bæði í Svíþjóð og svo hafi verið tekin ákvörðun um að innleiða það í Berlín, höfuðborg Þýskalands.

„Margar stórborgir eru að horfa fram á það að það sé of dýrt að búa í þeim og þar af leiðandi eru þær ekki fyrir almenning.“

Katrín segir að dýr leiga íbúða til ferðamanna hafi áhrif á leigumarkaðinn. „Það er kannski að gera þennan markað óöruggari.“

Grein Katrínar má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×