Viðskipti innlent

Kaflaskil í tilveru Ísfirðinga: Thai Koon lokað eftir 15 daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Það verða kaflaskil á tilveru Ísfirðinga og nærsveitunga 30. nóvember næstkomandi en það mun verða síðasti dagurinn sem taílenski veitingastaðurinn Thai Koon verður opinn. Þessi veitingastaður hefur séð íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, eða stór Ísafjarðarsvæðinu, fyrir taílenskum síðastliðin fimmtán ár eða svo.

Staðurinn hefur átt nokkra eigendur, var lokaður í um tvo mánuði í upphafi árs 2012 vegna vegna viðgerða eftir eldsvoða, en tilkynnt var á Facebook-síðu staðarins í dag að hann muni loka 30. nóvember næstkomandi.

Samkvæmt heimildum Vísis þurfa Ísfirðingar og nærsveitungar ekki að örvænta að fá ekki lengur taílenskan mat á svæðinu því nýir eigendur munu taka við staðnum, undir nýju nafni, og selja þar taílenskan mat.

Frá störfum slökkviliðsins þegar kviknaði í Thai Koon árið 2012.Vísir

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×