Innlent

Júlíus Vífill: Skuldir hafa aukist um 115% í tíð meirihlutans

Jón Júlíus Karlsson skrifar
„Það ber að virða þessa ákvörðun hjá borgarstjóranum,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun Jóns Gnarr að sækjast ekki eftir endurkjöri sem borgarstjóri.

Júlíus segir að samstarf hans og Jóns hafi verið ágætt. „Við höfum auðvitað haft ólíkar áherslur. Ég hef gagnrýnt störf hans og meirihlutans. Það snýst þó aðeins um málefni en ekki sem persónu hans. Það er margt sem ég tel gagnrýnisvert við störf meirihlutans á þessu kjörtímabili. Fjárhagsáætlun næsta árs var lögð fram á borgarstjórnarfundinum í gær þar sem fram kemur að skuldir hafa aukist um 115% í tíð meirihlutans og borgarsjóður hefur verið rekinn með halla á hverju einasta ári á þessum sama tíma,“ segir Júlíus Vífill.

Hann telur of snemmt að meta það hvort að ákvörðun borgarstjórans muni hafa mikil áhrif á pólitískt landslag í borginni. Tíminn muni leiða það í ljós að mati Júlíusar.

„Jón hefur mörg áhugamál sem hann hefur þurft að leggja til hliðar á tíma sínum sem borgarstjóri. Ég óska honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann mun taka að sér fyrir hendur í framtíðinni.“


Tengdar fréttir

Jón Gnarr ætlar ekki fram

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tilkynnti um það nú fyrir skömmu að hann ætli ekki fram í næstu borgarstjórnarkosningum.

"Dagur er líka svo væminn“

Gríðarleg spenna ríkir nú um hvort Jón Gnarr muni gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn.

"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“

"Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði,“ sagði Jón Gnarr sem ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu sveitastjórnarkosningum. Besti flokkurinn rennur saman við Bjarta framtíð.

Beðið eftir ákvörðun Jóns Gnarr

Jón Gnarr borgarstjóri mun tilkynna í dag hvort hann hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×