FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 06:00

Ferrari sýnir klćrnar og fćr heimsmeistara

SPORT

Ísland hefur innleitt tvo ţriđju af lögum ESB

 
Innlent
11:36 07. APRÍL 2014
Ísland hefur innleitt tvo ţriđju af lögum ESB
VISIR/GVA

Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn.

„Ein aðalniðurstaðan úr norsku Evrópuúttektinni er að Noregur hefur innleitt þrjá fjórðu af öllu lagasafni ESB í norskan rétt og jafnvel framfylgt þessari löggjöf af meiri samviskusemi en tilfellið er í mörgum aðildarríkjum sambandsins,“ segir í skýrslunni.

„Þessi niðurstaða gefur ástæðu til að áætla að sambærilegt hlutfall fyrir Ísland sé í námunda við tvo þriðju, þar sem Norðmenn hafa lagt sig eftir að taka þátt í meira samstarfi við ESB, umfram og til hliðar við EES- og Schengen-samningana, en Ísland hefur gert. Í rýnivinnu aðildarumsóknarferlisins var líka staðfest að Ísland hefur nú þegar innleitt um tvo þriðju af öllu lagasafni ESB.“

Skýrsluhöfundar segja að spurningin um hugsanlega ESB-aðild Íslands snúist því „ekki um að velja milli þess að standa alveg utan við sambandið eða taka 100 prósent þátt í starfi þess, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu að taka þátt í um tveimur þriðju hlutum samstarfsins – án aðkomu að ákvarðanatöku – og fullrar þátttöku, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ísland hefur innleitt tvo ţriđju af lögum ESB
Fara efst