Innlent

Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn.

„Ein aðalniðurstaðan úr norsku Evrópuúttektinni er að Noregur hefur innleitt þrjá fjórðu af öllu lagasafni ESB í norskan rétt og jafnvel framfylgt þessari löggjöf af meiri samviskusemi en tilfellið er í mörgum aðildarríkjum sambandsins,“ segir í skýrslunni.

„Þessi niðurstaða gefur ástæðu til að áætla að sambærilegt hlutfall fyrir Ísland sé í námunda við tvo þriðju, þar sem Norðmenn hafa lagt sig eftir að taka þátt í meira samstarfi við ESB, umfram og til hliðar við EES- og Schengen-samningana, en Ísland hefur gert. Í rýnivinnu aðildarumsóknarferlisins var líka staðfest að Ísland hefur nú þegar innleitt um tvo þriðju af öllu lagasafni ESB.“

Skýrsluhöfundar segja að spurningin um hugsanlega ESB-aðild Íslands snúist því „ekki um að velja milli þess að standa alveg utan við sambandið eða taka 100 prósent þátt í starfi þess, heldur milli þess að viðhalda þeirri stöðu að taka þátt í um tveimur þriðju hlutum samstarfsins – án aðkomu að ákvarðanatöku – og fullrar þátttöku, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“


Tengdar fréttir

Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus

"Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda

Ísland áhrifalaust með EES-samningum

Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×