Innlent

Ísbílar og pylsuvagnar fá ekki leyfi til að selja áfengi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vilhjálmur hefur fengið tólf þingmenn, bæði úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðu, sem meðflutningsmenn að frumvarpinu.
Vilhjálmur hefur fengið tólf þingmenn, bæði úr stjórnarliðinu og stjórnarandstöðu, sem meðflutningsmenn að frumvarpinu.
Bannað verður að selja áfengi eftir klukkan 20.00 á kvöldin ef áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar nær fram að ganga. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í dag. Þá mega starfsmenn sem afgreiða áfengi ekki vera yngri en átján ára en kaupendur verða að vera orðnir 20 ára gamlir.

Tólf þingmenn eru meðflutningsmenn Vilhjálms að frumvarpinu. Enginn þingmaður Samfylkingar og Vinstri grænna er meðal meðflutningsmanna en í hópnum eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks og Pírata.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að sveitarfélög veiti leyfi fyrir sölu áfengis í sínu umdæmi. Þeim er þó óheimilt að veita smásöluleyfi til söluturna, ísbíla, pylsuvagna og annarra færanlegra veitingavagna og markaðsbása. Þá má ekki veita myndbanda- og mynddiskaleigum heimild til áfengissölu og áfram verður bannað að selja áfengi í sjálfsölum.

Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að nafni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins verði breytt í Tóbaksverslun ríkisins.


Tengdar fréttir

Þarf aðeins tvö atkvæði til viðbótar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist aðeins þurfa tvö atkvæði til viðbótar við áfengisfrumvarp sitt en hann segir 30 þingmenn hafa lýst yfir stuðningi við það.

Allt sterka áfengið verði girt af

Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×