Lífið

Innipúkar hlaupa undir bagga með fórnarlömbum þjófnaðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Innipúkanum í gær.
Frá Innipúkanum í gær. vísir/nanna
Aðstandendur og listamenn tónlistarhátíðarinnar Innipúkans hafa ákveðið að leggja Alexöndru Baldursdóttur, gítarleikara Mammút, og kærasta hennar lið. Þau urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn til þeirra og rændu af þeim hörðum diskum, tölvum og ýmsum raftækjum.

„Við vorum að ræða málin í kjölfar þessara ömurlegu fregna og í upphafi byrjaði þetta frekar smátt,“ segir Ásgeir Guðmundsson, annar skipuleggjenda hátíðarinnar. Í upphafi var ákveðið að þrjúhundruð krónur af hverju skoti af Fernet Branca myndi renna til parsins en í kjölfarið fór boltinn að rúlla.

Sjá einnig: Ógrynni af efni frá Mammút í þjófshöndum

„Þetta vatt upp á sig. Ég fékk símtal frá tónlistarmönnum sem spila á hátíðinni og þeir vildu láta fjórðung kaups síns renna til þeirra. Í kjölfarið heyrðum við í fleirum og það hafa allir tekið vel í þetta. Margir umboðsmannanna ætla einnig að gefa sín laun til þeirra,“ segir Ásgeir.

„Það er mjög þungbært að lenda í atviki sem þessu, bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Það er erfiðara að bæta tilfinningalega tjónið en við ætlum að reyna að sjá til þess að fjárhagslega tjónið verði helst ekkert.“

Í gær var boðið upp á heljarinnar dagskrá á Húrra og Gauknum og seldust allir miðar upp. Jakob Frímann Magnússon og AmabAdamA stigu saman á stokk en einnig mátti berja Vaginaboys og Retro Stefson augum. Maus var með endurkomu og drengirnir í Úlfi Úlfi rifu svo þakið af Gauknum undir lok kvöldsins.

Í kvöld má sjá Sing Fang, Vök, Sturla Atlas og Gísla Pálma. Að auki kemur Steed Lord alla leið frá Los Angeles og Sudden Weather Change býður upp á endurkomu. Ásgeir býst við jafn góðri stemningu í kvöld og annað kvöld og var í gær.

„Þetta gekk framar vonum og það voru allir að skemmta sér svo fallega. Tónlistin er náttúrulega frábær og öll dagskrá hélt. Við búumst við því að kvöldið í kvöld verði eins,“ segir Ásgeir að lokum.

Þegar við vorum bókstaflega á fjórum fótum heima að taka til eftir kjarnorkusprenginguna sem óprúttnu aðilunum tókst að...

Posted by Alexandra Baldursdóttir on Friday, 31 July 2015

Tengdar fréttir

Amabadama spilar lög Stuðmanna

Reggíhljómsveitin ætlar að koma fram með Stuðmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Nýtt lag líka væntanlegt.

Skemmta sér vel og fallega

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fjórtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið.

Hvað ætlar þú að gera um helgina?

Mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð og margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×