Lífið

Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hera hefur látið rauða kjólinn fjúka fyrir glæsilegum gylltum galla.
Hera hefur látið rauða kjólinn fjúka fyrir glæsilegum gylltum galla. Corinne Cumming/EBU

Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi.

Eins og alþjóð veit mun Hera stíga á svið í fyrstu undankeppni Eurovision í ár, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í úrslitum Söngvakeppninnar klæddist Hera rauðum kjól sem hannaður var af Sylvíu Lovetank.

Nú er Hera komin í gylltan samfesting með einkar kúrekalegu ívafi. Kögur er á nýju fötunum sem hefur verið í mikilli tísku undanfarið. Þá eru bakraddasöngvarar einnig með kögur á sínum klæðnaði og henta fötin einkar vel í upphækkun lagsins.

Atriðið virðist vera svipað og í Söngvakeppninni. Á því er pallur sem Hera stendur á í upphafi lagsins. Hera Björk og félagar flugu út til Malmö á laugardaginn síðasta. Ljóst er að strembnir dagar eru framundan en Ísland er spáð neðsta sæti í fyrri undanúrslitakvöldinu af veðbönkum.

Hera stendur á palli líkt og í Söngvakeppninni. Corinne Cumming/EBU

Atriðið er hið glæsilegasta. Corinne Cumming/EBU





Fleiri fréttir

Sjá meira


×