Lífið

Maikai-hjónin eignuðust stúlku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hjónin Elísabet Metta og Áki reka heilsustaðinn Maikai sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.
Hjónin Elísabet Metta og Áki reka heilsustaðinn Maikai sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 

„Hún er komin,“ skrifuðu hjónin og deildu mynd af stúlkunni á Instagram. Fyrir eiga þau Viktor Svan, fimm ára.

Biðin eftir stúlkunni hefur verið löng en Elísabet var komin á 41. viku meðgöngunnar þegar hún kom loksins.

Elísabet og Áki tilkynntu að von væri á stúlku með einlægu myndskeiði á YouTube-rás Elísabetar. Þar má sjá þegar parið fer í sónar og þegar þau opna umslagið með miða sem segir til um kyn barnsins.

Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Elísabet og Áki gengu í heilagt hjónaband í desember í fyrra, nánar tiltekið 22. desember. Athöfnin virðist hafa verið fámenn og lofa þau veislu síðar.

„Hjón síðan þá og ég elska þennan mann alltaf meira og meira. Ég veit ekki hvar ég væri án hans og öllu því sem við höfum búið til saman. 2026 we will party,“ skrifaði Elísabet og deildi myndum frá athöfninni á Instagram.


Tengdar fréttir

Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi

Hjónin Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, eigendur heilsustaðarins Maikai, kynntust í gegnum Instagram fyrir um átta árum þegar Elísabet fór að fylgja honum á miðlinum. 

Tilkynnti eiginmanninum óléttuna í Brekkunni í Eyjum

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, eiga von á sínu öðru barni í byrjun næsta árs. Fyrir eiga þau Viktor, fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×